Beauty

Ungfrú EM 2016

mars 11, 2016

Þann 31.Maí næstkomandi liggur leið mín til Þýskalands!
Mér bauðst að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss EM. Þetta hefur verið í umfjöllun hjá fjölmiðlum síðustu daga en mér datt í hug að segja ykkur betur frá þessari keppni. Miss EM er haldin fjórða hvert ár, eins og EM í fótbolta. Keppnin er haldin í „tilefni“ EM í fótbolta, þessvegna er Logo-ið til dæmis með fótbolta. Keppnin er þó langt frá því að vera íþróttakeppni.
Þetta er bara „klassísk“ fegurðarsamkeppni þar sem komið er fram í bikiníi og síðkjól.

Ástæðan fyrir því að ég mæti nokkrum dögum fyrir lokakvöldið/aðalkeppnina (3.júní) er að þátttaka í fegurðarsamkeppni er ekki bara lokakvöldið. Við erum dæmdar út frá hegðun, viðtölum, myndatökum, sviðsframkomu o.fl. Þessvegna geta þessar keppnir tekið nokkrar vikur, eins og Miss World. Svo þarf að sjálfsögðu að æfa fyrir lokakvöldið. Hvar við eigum að standa, hvert við eigum að ganga o.s.frv.

24 lið keppa til sigurs á EM í fótbolta og verða því 24 stúlkur í Miss EM. Ein stelpa á hvert land. Þar sem Ísland er í fyrsta sinn að taka þátt þurfti Íslenska stelpu í keppnina. Okkur verður skipt niður í 6 hópa, 4 í hvorum hóp. Ein stelpa úr hverjum hóp kemst í úrslitin og svo tvær aukalega. Eftir það verður krýnd Ungfrú EM.

Það verður spennandi að sjá hvernig þessi keppni fer! Ég verð með snapchatið mitt úti (snap: arnayr) og mun leyfa ykkur að fylgjast með. Svo mun ég að sjálfsögðu tala meira um undirbúninginn og sýna ykkur hvað ég tek með mér út.

1072353_10153872814864974_7400956019112938446_o

 

You Might Also Like