Beauty

Beauty Favorites – Jan, Feb & March

mars 27, 2016

Ég ákvað að skella í færlsu um uppáhalds snyrtivörurnar mínar síðastliðnu mánuði. Ég setti uppástungur af bloggfærslum inná snapchattið mitt (arnayr): Room Tour, Uppáhalds uppskriftir, Uppáhalds snyrtivörur, allt um Ungfrú Ísland og uppáhalds flíkur. Það var rosalega jafn áhugi fyrir þessu öllu svo ég ákvað að skrifa bara færlsu um alla þessa hluti á næstunni. Uppáhalds snyrtivörur fengu mestu athyglina og ætla ég að byrja á því.

Ég hef aldrei haft neinn brjálaðan áhuga á förðun eða snyrtivörum fyrr en ég fór í Ungfrú Ísland og lærði allskonar hluti. Ég komst að því að það gekk ekkert hjá mér að sitja yfir Youtube og læra af förðunarstjörnum ef ég væri ekki með réttu tólin til staðar. Það sem hjálpaði mér að ná „hinni fullkomnu förðun“ að mínu mati var að hafa fínar vörur við hlið. Góðar vörur þurfa ekki að vera rándýrar. Ég nota mjög mikið frá TheBalm sem er ekki beint dýrt merki en mér finnst það algjör snilld. Ég nota alltaf augnskugga, skyggingarpúður, kinnalit, varalit og fl. frá The Balm. Coral Verslun er að selja allskyns vörur frá TheBalm sem þú getur nálgast hér.

Þegar kemur að fallegri förðun finnst mér húðin skipta megin máli. Mér finnst nauðsynlegt að vera búin að hugsa vel um húðina áður en förðun hefst. T.d. Nota maska við hæfi kvöldið áður, sofa með gott krem eða serum dropa. En nú er komið að uppáhalds snyrtivörunum mínum í ár! Ég átti erfitt að velja á milli eins og alltaf… svo þær verða aðeins fleiri en ég reiknaði með.

image1

„Svörtu Vörurnar“ Þessar vörur eru líklega mest notaðar í augnablikinu! Á myndinni er:
Loose Powder frá Makeup Store – Ég nota þetta púður til þess að festa farðann. Rosalega falleg áferð sem kemur og endist lengi!
Paint Pot frá Mac – Ég nota þessa vöru í hvert einasta sinn sem ég farða mig. Frábær augnskuggaprimer og líka bara hversdags.
ABH Illuminator í Starlight – Þessi highlighter er svo fallegur og náttúrulegur. Ég valdi ljósann því ég er með ljósa húð.
ABH DipBrow í Soft Brown – Þessi vara hefur slegið í gegn útum allan heim og allir vita afhverju. Brúnirnar verða fullkomnar!
What’s your type maskari frá The Balm – Þessi maskari lengir og lengir og lengir. Helst vel og lengi á.
Varalitur frá Mac Cosmo – Mjög falleg áferð, liturinn er ótrúlega fallegur og passar við flest allar farðanir að mínu mati.

image2

Nude Dude palettan frá The Balm – Languppáhalds palettan mín. Ég elska hlýja liti, gyllta og brúntóna. Allt á sama stað! Þessi gullfallega paletta er í Opnunar gjafaleiknum mínum, enda í uppáhaldi.
Bahama Mama frá The Balm – Ég nota þetta sólarpúður í Contour. Mjög dökkt og nota því mjög lítið, mjög flottur „sólar“ litur.
Liquid Lipstick frá The Balm, Committed – Varan sem er alltaf uppseld, ég skil vel afhverju! Bilaðslega fallegur mattur litur.
Face and Body Foundation frá Mac – Léttur farði sem ég nota dagsdaglega. Ég hef átt þessa vöru endalaust lengi og hún virðist aldrei ætla að klárast! Enda þarf bara nokkra dropa og þeir ná yfir allt andlitið.

image4

Real Techniques Sculpting Brush – Besti contour burstinn minn. Persónulega finnst mér hann henta frábærlega undir kinnbeinin.
Real Techniques Blush Brush – Mjög góður í kinnalit en virkar líka rosalega vel í létta skyggingu yfir enni, kinnbein og fl.
Real Techniques Expert Face Brush – Þessi virkar í ýmislegt! Ég nota hann í púður til þess að festa hyljarann.
Real Techniques Bold Metals 200 – Góður bursti fyrir skyggingu á glóbus beininu. Ég nota hann einnig til þess að blanda.
TanjaLashes in style Iceland – Lang uppáhalds augnhárin mín af öllum! Þessi augnhár gera mín augu mjög falleg. Svo eru þau líka svo þægileg. Þetta eru eiginlega einu gerviaugnhárin sem ég get verið með án þess að finna fyrir þeim. Þessi vara er í opnunar gjafaleiknum mínum!

image3

Eins og ég nefndi ofar í þessari færlsu er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina, ekki bara til þess að förðunin verður falleg heldur líka til þess að halda henni heilbrigðri, vel nærðri og án eiturefna. Margar snyrtivörur á markaðnum eru stútfullar af heinlega eiturefnum. Persónlega finnst mér mjög mikilvægt að nota góðar húðvörurvörur, án aukaefna og eiturefna því við eigum aðeins einn líkama.

Facial Serum frá LaugarSpa – Sirka þriðja hvern dag nudda ég andlitið mitt vel uppúr serum áður en ég fer að sofa. Gefur fallegan ljóma. Varan er full af E-vítamíni og hentar öllum húðgerðum.
Body Scrub frá LaugarSpa – Án efa besti líkams skrúbbur sem ég hef prufað. Skrúbburinn er ríkur af olíu svo það þarf ekki að nota krem á líkamann eftir notkun. Losar um dauðar húðfrumur og vinnur á þurrkublettum. Þessi vara er einnig í gjafaleiknum!

You Might Also Like