Lifestyle

Herbergið mitt

mars 28, 2016

Ég elska birtuna og ljósa liti. Herbergið mitt er sólar megin svo sólin skín alltaf inn um gluggann og vekur mig á morgnana. Rúmið mitt er mjög stórt inn í herberginu en verður flott í íbúð þegar ég flyt út. Ég vann það þegar ég var krýnd Ungfrú Ísland frá Svefn&Heilsu. Ég tók herbergið mitt í gegn í páskafríinu, flokkaði allt snyrtidótið, hengdi Ungfrú Ísland kjólinn minn uppá vegg því ekki tímdi ég að loka hann inn í fataskáp, alla vegana ekki strax.

IMG_0043

Í kommóðunni geymi ég snyrtidótið mitt og íþróttaföt. Hægra megin við, fyrir aftan hurðina er ég með snaga fyrir föt.

IMG_0050

Þarna er mynd hvað er í efstu skúffunni í kommóðunni. Þetta er allt förðunardótið mitt.

IMG_0049

Ofan á kommóðunni minni geymi ég förðunarbursta, nokkrar LaugarSpa vörur, eyrnapinna & bómull, hárdót, skartgripi og GreenTea HP.

IMG_0045

Glugginn af herberginu mínu vísar út á pall sem er mjög þægilegt. Þarna er fataskápurinn minn og nokkrir vegglímmiðar.

IMG_0046

Hérna sérðu herbergið mitt frá fataskáps sjónarhorninu. Ég er með skrifborð og annan skáp. Þar geymi ég fleiri snyrtivörur, verðlaunagripi, skóladót og fl.

IMG_0048

Hérna er nærmynd inn í skápinn minn. Í efstu hillu eru verðlaun frá því ég var í frjálsum íþróttum og fl. Í hillu númer tvö er Ungfrú Ísland kórónan og nokkrar snyrtivörur. Í neðstu hillunni er ég með öll rafmagnstæki fyrir hár í boxi og restina af snyrtidótinu mínu.

IMG_0051

Þarna sérðu skrifborðið mitt.. það er nú ekki mikið á því nema lampi, pennar og tölva. Mér fannst sniðug hugmynd að láta Miss World borðann hanga niður skápinn. Fyrir ofan skrifborðið er mynd af mér og tvíburabróður mínum frá því við vorum tveggja ára.

IMG_0044

Ég ákvað að negla tvo nagla í vegginn til þess að hengja Ungfrú Ísland kjólinn fallega upp. Mér fannst svo mikil synd að hafa hann lokaðann inní skáp. Ég er mjög glöð með útkomuna og fæ góðar minningar þegar ég horfi á fallega kjólinn minn. Fyrir ofan rúmið er málverk sem ég málaði fyrir 2-3 árum. Á málverkinu eru handaförin hjá mömmu og pabba, loppufar eftir kisuna mína, hjarta og fl. Málverkið hefur fallega þýðingu fyrir mig.

IMG_0052

Og að sjálfsögðu kisan mín.

You Might Also Like