Lifestyle

Síðastliðnu dagar & vikur

apríl 17, 2016

Ég hef verið óvenju upptekin síðustu vikur. Síminn minn brotnaði svo ég fór með hann í tryggingarnar og þurfti að bíða í rúmar tvær vikur eftir nýjum síma svo ég hef verið alveg dauð inná samfélagsmiðlum síðustu daga! Ég ákvað bara að taka þá smá pásu frá öllu og sinna skólanum & vinnunni. Svo er ég með fréttir! Ég er að fara til Svíþjóðar 27 maí til þess að horfa á Ungfrú Svíþjóð keppnina sem er 28 maí. Tanja Ýr er líka að fara, Helena Reynis verður á svæðinu (keppandi úr Ungfrú Ísland 2015) og svo líka Hugrún Birta vinkona mín, þessi ferð verður örugglega mega skemmtileg. Ég kem svo heim 29 maí, á afmæli 30 maí og fer svo út til Þýskalands 31 maí í keppnina Miss EM !!

Það eru fullt af spennandi tímum framundan hjá mér. Ungfrú ísland 2016 að byrja, síðasti dagur til þess að sækja um er Í DAG og þú gerir það hér. Ég hlakka ótrúlega til sumarsins og get ekki beðið eftir að hitta stúlkurnar sem verða valdnar til þess að taka þátt í keppninni í ár.
IMG_9200
Bráðlega ætla ég að henda í annann gjafaleik. Ég reikna með að hafa hann í kringum „próflok“ því þá er minna að gera. Hins vegar er lítill gjafaleikur kominn í gang á instagraminu mínu (arnayr). Þar getur þú unnið tvenn uppáhalds augnhárin mín frá Beauty By Tanja, Iceland og France. Taktu þátt hér.
Screen Shot 2016-04-17 at 4.07.34 PM
Á meðan ég var símalaus náði ég að gera helling og það kom mér á óvart hversu auðvelt það var fyrir mig að slíta mig frá netheiminum. Ég skilaði verkefni í skólanum og mátti velja á milli ritgerðar eða að gera eitthvað listrænt. Ég ákvað að gera málverk. Ég kem sjálfri mér alltaf á óvart þegar ég tek penslana upp. Hér eru nokkrar myndir af því hvernig málverkið mitt varð til og þegar það er tilbúið.
IMG_1858

IMG_1859

IMG_1860

IMG_1861

IMG_1862

IMG_1864

IMG_1869

IMG_1871

IMG_1885

IMG_1903

You Might Also Like