Matur

GreenTea HP

maí 18, 2016

Ég hef verið hrikalega upptekin síðustu vikur! Ungfrú Ísland viðtölin eru búin, prófin voru að klárast í dag svo ég hef verið ansi upptekin uppá síðkastið. En Þar sem ég kláraði síðasta prófið í dag skellti ég strax í þessa færslu því ég hef beðið spennt eftir að segja ykkur frá þessari mögnuðu vöru.
Nú hef ég verið að nota vöruna GreenTea HP í tæpa þrjá mánuði! Þessi vara er mesta snilld sem ég hef kynnst. Ég ákvað að kynnast vörunni alveg 100% áður en ég færi að segja frá henni hérna á síðunni minni svo ég gæti sagt ykkur hvað mér finnst.

IMG_0284

GreenTeaHP er orkugefandi drykkur sem inniheldur blöndu af andoxunarefnum úr grænu tei, acai berjum, granateplum og noni juice. GreenTeaHP er best ískalt en drykkurinn hentar vel fyrir þá sem vantar orku, þurfa aðstoð við að minnka sætindaþörf eða langar einfaldlega í eitthvað hollt og gott.

Grunnurinn í GreenTea HP er alltaf sá sami, mikið magn af grænu tei, vítamínum og öðrum steinefnum. Allar tegundirnar eru vatnslosandi og orkugefandi, en grænt te er einnig þekkt fyrir að stuðla að aukinni brennslu líkamans og finna margir fyrir minni sætindalöngun. Ef ég fæ mér einn skammt þegar ég vakna fæ ég ekki sætindalöngun út daginn!

IMG_0279

Uppáhalds bragðtegundirnar mínar eru Pink og Muscle Pump en það eru orkupakkarnir. Þær tegundir innihalda mikið magn af B-vítamíni, arginíni sem eykur blóðflæð og glutamíni sem stuðlar að uppbyggingu vöðva. Pink inniheldur einnig CLA fitusýru sem aðstoðar líkamann við fitubrennslu. Þessvegna er frábært að vakna og fá sér bragðgóðan drykk sem vekur þig, hjálpar brennslunni OG dregur úr sætindalöngun.

IMG_0280

Beauty pakkinn er sérstaklega hannaður fyrir húðina og á að aðstoða við að viðhalda henni ungri og frískri. Varan inniheldur fjölsykrusýru (e. Hyaluronic) sem bindur vatn í húðinni, mýkir hana og gefur henni aukinn þéttleika en efnið er gjarnan notað sem fyllingarefni í húð. . Fjölsykrusýra er gjarnan gefin þeim sem eru með gigt og þá sérstaklega slitgigt þar sem hún á að geta dregið úr verkjum og bólgum. Beauty inniheldur einnig kollagen sem er prótín sem á mestan þátt í að viðhalda húðinni unglegri og frískri ásamt því að koma í veg fyrir hrukkur.

IMG_0278

Drykkurinn kemur í duftformi í bréfum sem skal blanda í 4-500 ml af ísköldu vatni og hrista vel, en hann smakkast best með klökum. Varan inniheldur einungis 45mg af koffíni sem er svipað og gosdrykkir, en í teinu er enginn hvítur sykur né aspartame.
30stk. eru í hverjum pakka.

IMG_0277

Áður en ég kynntist GreenTea HP var ég að drekka Amino Energy annað slagið en fékk sjokk þegar ég sá öll auka efnin og „eitrið“ sem leynist í vörunni. Það besta við GreenTeaHP er að varan er 100% náttúruleg.
Ég mæli hiklaust með þessari vöru og hún hefur hjálpað mér rosalega mikið að halda t.d. matarræðinu góðu og minnka sykur.

unnamed

unnamed (1)

Pantaðu vöruna í gegnum GreenTeaHP síðuna hér. Ekki gleyma að fylgjast með mér á Snapchat: arnayr en ég hef verið að fjalla um vöruna þar og sýna hvernig ég nota hana.

You Might Also Like