Ferðalög, Lífstíll, Matur

Sumarið mitt

ágúst 2, 2016

Góðan daginn!

Sumarið mitt hefur verið troðfullt af allskyns spennandi verkefnum og tækifærum. Ég hef verið svo rosalega upptekin að ég ákvað að taka smá pásu frá internetinu og frekar vinna vinnuna mína hundrað prósent. Ef ég tek að mér verkefni geri ég það með heilum hug. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bralla og skal svo vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með núna þegar allt verður rólegra.

 

13918442_10209032809491829_2094898590_o

Í byrjun sumars fór ég til Þýskalands til þess að taka þátt í keppninni Miss EM. Ég kom heim með stærsta bros í heimi, titilinn Miss EM, reynslu og nýja vini. Það var frábær tilfinning að vinna AÐRA keppni og í þetta skiptið vissi ég enn betur hvað ég var að fara út í.

 

13918680_10209032808451803_1316362638_o

Screen Shot 2016-07-04 at 12.38.55 AM

Screen Shot 2016-07-04 at 12.39.15 AM

13875083_10209032808611807_628076435_n

13918837_10209032808491804_1506247319_o

13898247_10209032808851813_54850625_o

13901648_10209032809051818_1701894028_o

Með sigrinum fylgdi vinna alveg eins og þegar ég vann Ungfrú Ísland fór ég til Kína í Miss World. Í þetta skiptið var ég mætt -mánuði seinna til Þýskaland og vann sem Miss EM í tvær vikur. Ég lærði helling á því, var mikið uppá sviði að tala fyrir framan þúsundir manns, skrifaði eiginhandaráritanir á spjöld og fór í allskyns myndatökur. Þetta var klárlega lífsreynsla sem fer í reynslubankann og ég mun svo sannarlega taka hana með mér í öll þau verkefni sem lífið mun bjóða uppá.

13663555_10209032809771836_396859972_o

13838100_10209032809971841_94896209_o

13898310_10209032810011842_1408591537_o

13898481_10209032810171846_1906141436_o

13839949_10209032810331850_1307712728_o

13918404_10209032809811837_987890674_o

13838617_10209032810251848_1992964465_o

13933249_10209032828772311_587828791_n

13918884_10209032828892314_1135736762_o

13902065_10209032829212322_1987618292_o

13918568_10209032829372326_1548982842_o

Eftir að ég kom heim frá Þýskalandi hélt ævintýrið áfram. Daginn eftir að ég kom heim fór ég í LaugarSpa myndatöku sem kemur alltaf jafn vel út. Strax eftir LaugarSpa tökuna hófst eitt stærsta tækifæri sem ég hef fengið hingað til! Ég var valin sem model fyrir Nike USA eða „official“ Nike. Nokkur model héðan og þaðan úr heiminum voru valin í þetta verkefni og munu myndirnar fara út um allan heim núna í vetur og næstu tvö árin. Það er gaman að segja frá því að ég stóð mig svo vel að ég var beðin um að vera fleiri daga í tökunum sem er bara frábært. Ég get ekki talað meira um þetta verkefni og verð bara að bíða spennt með að sjá myndirnar og vonandi fleiri verkefnum eftir að þær birtast og fara út um allan heim. Þessi mynd var tekin af mér eftir 6 erfiða en skemmtilega daga í tökum, alveg búin á því! En algjörlega þess virði.

13898424_10209032829252323_461544489_o

Þetta voru stærstu verkefnin mín í sumar fyrir utan að vera partur af undirbúningi Ungfrú Ísland 2016. En þar sem ég hef verið svona upptekin passa ég mig á því að njóta líka og þá elska ég að ferðast. Í sumar er ég búin að keyra útum allt land! Ég er búin að fara Vestfirðina, Norðurland, alla leið á Mývatn, allt suðurlandið, útilegur, jöklagöngu, tvisvar til Vestmannaeyja, nokkrar dagsferðir og svo auðvitað Þjóðhátíð. Ég elska að slaka á í náttúrunni, taka dag í burtu án símans og vera með mínum allra nánustu. Fyrir mér er það nauðsynlegt, sérstaklega þar sem mitt dagsdaglega líf einkennist af miklu áreiti héðan og þaðan. Svo er líka bara svo yndislegt að njóta þess að vera í sól og dagsbirtu áður en veturinn kemur!

13902097_10209032829612332_653694385_o

13918481_10209032829652333_691930973_o

13918929_10209032829892339_1447954189_o

13901660_10209032829572331_1709015561_o

13898571_10209032809451828_1592739355_o

13901973_10209032809331825_238135902_o

13931665_10209032829852338_1042334961_o

Sumarið mitt er búið að vera alveg hreint yndislegt og ekki er það búið! Núna er minna en mánuður í að ég krýni næstu Ungfrú Ísland þann 27.ágúst. Undirbúningurinn gengur rosalega vel og ég er alveg viss um að keppnin verður glæsileg í ár. Þegar ég er búin að krýna ætla ég að stinga af með Agli til Tenerife og vera þar í slökun og skemmtun í tvær vikur. Þvílíkt spennandi tímar framundan og ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast meira með.


Mínar allra bestu kveðjur,

Arna Ýr <3

Screen Shot 2016-07-04 at 12.38.55 AM

You Might Also Like