Beauty, Health & Fitness

Natural Tan frá ECO by SONYA

ágúst 5, 2016

Ég hef verið að kíkja annað slagið í heimsókn í verslunina MAÍ. MAÍ er verslun og vefverslun sem selur náttúrulegar heilsu- og snyrtivörur ásamt vörum sem fegra heimilið.
Ég á mér nokkrar uppáhaldsvörur og vildi segja ykkur aðeins frá þeim!

1. Mín allra uppáhalds vara frá MAÍ er Face Tan Water frá ECO by SONYA. Varan inniheldur einungis náttúruleg efni og fer ofboðslega vel með húðina. Annað en flestar brúnku vörur þá stíflar vatnið ekki húðina og einnig í veg fyrri bólur! Hversu fullkomið? Varan fæst á 5.495 kr. sem er frábært verð þar sem endingartíminn er virkilega góður.

2. CACAO Firming Mousse og Winter Skin. Báðar þessar vörur eru „only organic“ og „natural ingredients“. Húðin mín tekur ekki við hverju sem er, þessvegna elska ég þessar vörur frá ECO by SONYA. Þetta er brúnkufroða sem gerir brúnkuna þína tilbúna á einum klukkutíma. Winter Skin er svo rakagefandi krem sem þú berð á líkamann þinn ca 3-4x í viku ef þú setur froðuna 1-2x í viku og þá helst brúnkan betur á líkamanum auk þess að verða fallegri. Þegar veturinn kemur og maður vill kannski ekki vera rosalega „tanaður“ er algjör snilld að nota einungis Winter Skin því varan gefur einnig náttúrulegan lit, gefur húðinni ljóma og kemur í veg fyrir þurrk.
CACAO Firming Mousse fæst á 7,490 kr. og Winter Skin er á 6,890 kr. Í versluninni MAÍ, Garðatorgi.

 

You Might Also Like