Beauty, Matur

TEATOX frá Maí verslun

september 22, 2016

Nú hef ég verið alveg gjörsamlega heilluð af sömu vörunni í nokkra mánuði og ákvað loksins að segja ykkur aðeins frá henni.
Þetta er vinsæla teið „TEATOX“ sem hefur ekki bara heillað mig heldur marga aðra!

Fyrst var ég mikið að drekka morgun og kvöld te ið frá þeim sem á að detox-a líkamann vel á rúmum 2 vikum en upp á síðkastið er ég orðin yfir mig hrifin af Beauty te-inu þeirra. Eftir að ég vann Ungfrú Ísland og fór út í Miss World hef ég verið mikið í myndatökum og allskyns verkefnum, farið í aðra keppni út o.s.frv. Sem þýðir að húðin mín hefur verið undir miklu álagi síðasta árið, mikið Make Up, áreiti og svo auðvitað hef ég ekki verið í neinni venjulegri rútínu frekar lengi sem hefur líka rosaleg áhrif á húðina (allavega hjá mér). Húðin mín hefur semsagt verið frekar leiðinleg undanfarið en eftir að ég byrjaði að drekka Pure Beauty reglulega hefur húðin smátt og smátt skánað. Svo spilar matarræði, rútína, svefn, vatn og fl. að sjálfsögðu inní. Pure Beauty te-ið er sérstaklega gert til þess að hafa góð áhrif á húðina. Plús það að Te-in frá TEATOX eru öll svo bragðgóð að maður tapar engu á að prófa. Ég er hrifin af þessum vörum og mun án efa halda áfram að prófa nýjar tegundir og koma mér í venjulega rútínu eftir þetta viðburðarríka og skemmtilega ár.

Þessi Te brúsi er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér. Í honum er sía fyrir te-ið svo þetta er allt rosalega fljótlegt og þægilegt. Hann er einstaklega fallegur og veglegur.

img_1688

Vörurnar eru til í Maí verslun, Garðatorgi ásamt fleiri fallegum vörum.
Einnig getur þú kíkt á Eco By Sonya vörurnar frá Maí sem ég sagði ykkur frá um daginn.

Instagram: arnayr
Snapchat: arnayr

You Might Also Like