Archives

Beauty, Matur

TEATOX frá Maí verslun

september 22, 2016

Nú hef ég verið alveg gjörsamlega heilluð af sömu vörunni í nokkra mánuði og ákvað loksins að segja ykkur aðeins frá henni.
Þetta er vinsæla teið „TEATOX“ sem hefur ekki bara heillað mig heldur marga aðra!
Continue Reading…

Beauty, Lifestyle

Aftur í skólann með Real Techniques

ágúst 18, 2016
https://www.youtube.com/watch?v=rgrEnu-YrnY

Nú fara flest allir skólar að hefjast og ákvað ég að búa til svona náttúrulegt „Back to school“ look á Elísu vinkonu mína.
Síðustu tvö ár hef ég safnað af mér allskyns Real Techniques burstum því mér finnst þeir algjör snilld. Ég nota RT vörur á hverjum einasta degi og hér geti þið séð hvað hvernig ég nota mína RT bursta. Hér fyrir neðan geti þið séð allar þær vörur sem ég notaði í myndbandinu.
Continue Reading…

Ferðalög, Lífstíll, Matur

Sumarið mitt

ágúst 2, 2016

Góðan daginn!

Sumarið mitt hefur verið troðfullt af allskyns spennandi verkefnum og tækifærum. Ég hef verið svo rosalega upptekin að ég ákvað að taka smá pásu frá internetinu og frekar vinna vinnuna mína hundrað prósent. Ef ég tek að mér verkefni geri ég það með heilum hug. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bralla og skal svo vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með núna þegar allt verður rólegra. Continue Reading…

Matur

GreenTea HP

maí 18, 2016

Ég hef verið hrikalega upptekin síðustu vikur! Ungfrú Ísland viðtölin eru búin, prófin voru að klárast í dag svo ég hef verið ansi upptekin uppá síðkastið. En Þar sem ég kláraði síðasta prófið í dag skellti ég strax í þessa færslu því ég hef beðið spennt eftir að segja ykkur frá þessari mögnuðu vöru.
Nú hef ég verið að nota vöruna GreenTea HP í tæpa þrjá mánuði! Þessi vara er mesta snilld sem ég hef kynnst. Ég ákvað að kynnast vörunni alveg 100% áður en ég færi að segja frá henni hérna á síðunni minni svo ég gæti sagt ykkur hvað mér finnst.
Continue Reading…

Beauty

Freebra Strapless Bra + LUX

apríl 22, 2016

Það er ekkert meira pirrandi en brjóstarhaldarabönd hér og þar þegar ég ætla að klæðast opnum kjól eða fötum! Yfir öxlum, á bakinu og jafnvel kross yfir herðablöðin. Eftir að ég kynntist Freebra hafa þau leiðindi horfið úr mínu lífi. Ég keypti mér klassískan Freebra til þess að vera í undir Ungfrú Ísland kjólnum mínum. Brjóstin héldust á sínum stað allt kvöldið! Ég setti brjóstarhaldarann á mig og ákvað nákvæmlega hvernig ég vildi hafa brjóstkassann minn útlítandi undir kjólnum. Klassíski Freebra brjóstarhaldarinn eða „Freebra Strapless Bra“ er frekar þykkur úr 100% hágæða sílíkoni.
Continue Reading…

Lifestyle

Síðastliðnu dagar & vikur

apríl 17, 2016

Ég hef verið óvenju upptekin síðustu vikur. Síminn minn brotnaði svo ég fór með hann í tryggingarnar og þurfti að bíða í rúmar tvær vikur eftir nýjum síma svo ég hef verið alveg dauð inná samfélagsmiðlum síðustu daga! Ég ákvað bara að taka þá smá pásu frá öllu og sinna skólanum & vinnunni. Svo er ég með fréttir! Ég er að fara til Svíþjóðar 27 maí til þess að horfa á Ungfrú Svíþjóð keppnina sem er 28 maí. Tanja Ýr er líka að fara, Helena Reynis verður á svæðinu (keppandi úr Ungfrú Ísland 2015) og svo líka Hugrún Birta vinkona mín, þessi ferð verður örugglega mega skemmtileg. Ég kem svo heim 29 maí, á afmæli 30 maí og fer svo út til Þýskalands 31 maí í keppnina Miss EM !!
Continue Reading…

Beauty, Lifestyle, Miss Iceland

Allt um Ungfrú Ísland

mars 30, 2016

Ungfrú Ísland hefur verið haldin nánast árlega frá 1950! Ég held að engin önnur keppni hérlendis hefur flakkað jafn mikið á milli að vera „frábær“ og „slæm“ í augum hjá fólki. Ungfrú Ísland er gjörbreytt keppni í dag og persónulega finnst mér hún einungis hjálpa ungum konum til þess að öðlast sjálfstraust, koma fram og tala, kynnast æðislegum stelpum og að sjálfsögðu, njóta þess að vera ung og hafa gaman! Margir dæma þessa keppni og líta á stúlkurnar sem „sýningargripi“ og fl. Það er ekkert nema fáfræði. Mér finnst að áður en fólk fer að dæma ætti það að kynna sér hvernig þessi keppni er, því hún er FRÁBÆR! Hér er sagan mín.
Continue Reading…

Lifestyle

Herbergið mitt

mars 28, 2016

Ég elska birtuna og ljósa liti. Herbergið mitt er sólar megin svo sólin skín alltaf inn um gluggann og vekur mig á morgnana. Rúmið mitt er mjög stórt inn í herberginu en verður flott í íbúð þegar ég flyt út. Ég vann það þegar ég var krýnd Ungfrú Ísland frá Svefn&Heilsu. Ég tók herbergið mitt í gegn í páskafríinu, flokkaði allt snyrtidótið, hengdi Ungfrú Ísland kjólinn minn uppá vegg því ekki tímdi ég að loka hann inn í fataskáp, alla vegana ekki strax.
Continue Reading…

Beauty

Beauty Favorites – Jan, Feb & March

mars 27, 2016

Ég ákvað að skella í færlsu um uppáhalds snyrtivörurnar mínar síðastliðnu mánuði. Ég setti uppástungur af bloggfærslum inná snapchattið mitt (arnayr): Room Tour, Uppáhalds uppskriftir, Uppáhalds snyrtivörur, allt um Ungfrú Ísland og uppáhalds flíkur. Það var rosalega jafn áhugi fyrir þessu öllu svo ég ákvað að skrifa bara færlsu um alla þessa hluti á næstunni. Uppáhalds snyrtivörur fengu mestu athyglina og ætla ég að byrja á því.
Continue Reading…