Beauty, Ferðalög

Ferðalag & förðun – Flúðir

mars 18, 2016

Ég tók smá road trip til Flúða með kærasta mínum. Frænka mín Laufey Helga og vinkona hennar sem búa á Flúðum voru að fara á Árshátíð í skólanum svo ég ákvað skella mér í smá ferðalag og farða þær! Ég er líklega eftir þetta komin hátt á listann „besta frænka í heimi“. Nói fékk að koma með, hann var ekkert svakalega spenntur í bílnum, svaf alla ferðina en var spriklandi hress þegar Egill kærasti minn tók hann í langan göngutúr um sveitina hennar Laufeyjar. Hér eru nokkrar myndir frá deginum mínum! 🙂
Continue Reading…

Lifestyle

Hvað er í skólatöskunni minni?

mars 14, 2016

Ég fékk skólatöskuna mína á Laugarveginum í Leonard. Búðin selur Michael Kors töskum í öllum stærðum, gerðum og litum! Ég nota hana bæði sem veski og skólatösku en þar sem ég er í skóla núna, er hún vanalega full af bókum og skóladóti.
Continue Reading…

Fegurð, Heilsa og hreyfing, Lífstíll

Opnunar GJAFALEIKUR !

mars 13, 2016

Gjafaleiknum er lokið. Sigurvegari er: Helena Rós Sigurðardóttir! Innilega til hamingju Helena <3

Í tilefni þess að síðan mín er komin í loftið ætla ég að halda risa gjafaleik!

Til þess að taka þátt þarft þú að:
1. DEILA þessari færslu
2. LIKE-a facebook síðuna mína, Arna Ýr
3. Skrifa kvitt eða eitthvað annað álíka hér að neðan.
4. Fylgja fleiri skrefum hér að neðan til þess að eiga meiri möguleika.

Allar vörurnar sem eru í leiknum eru í uppáhaldi hjá mér. Ég ákvað að halda leik með þeim vörum sem ég elska og gæti varla verið án!
Continue Reading…

Beauty

Ungfrú EM 2016

mars 11, 2016

Þann 31.Maí næstkomandi liggur leið mín til Þýskalands!
Mér bauðst að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss EM. Þetta hefur verið í umfjöllun hjá fjölmiðlum síðustu daga en mér datt í hug að segja ykkur betur frá þessari keppni. Miss EM er haldin fjórða hvert ár, eins og EM í fótbolta. Keppnin er haldin í „tilefni“ EM í fótbolta, þessvegna er Logo-ið til dæmis með fótbolta. Keppnin er þó langt frá því að vera íþróttakeppni.
Þetta er bara „klassísk“ fegurðarsamkeppni þar sem komið er fram í bikiníi og síðkjól.
Continue Reading…